Kattarþvottur sjávarútvegsráðherra

 

Áður en Alþingi fór  í sumarleyfi fóru fram utandagskrárumræður um   álit Mannréttindanefndar Sþ. og svar ríkisstjórnarinnar við því.Einar Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra sagði þá m.a : Hins vegar er það boðað að efnt verði til gagngerrar skoðunar á íslenska fiskveiðistjórnarkerfinu í náinni framtíð með breytingar í huga þannig að komið verði til móts við kröfur mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna. Þessi viðbrögð verða kynnt mannréttindanefndinni og leitað viðbragða frá henni  við framangreindu og hvort nóg sé að gert.

Þetta svar ráðherra ef svar má kalla segir lítið sem ekkert.Það er talað um að skoða eigi fiskveiðistjórnarkerfið í náinni framtíð með breytingar í huga.Þetta er eins loðið og  það getur verið. Ólíklegt er að Mannréttindanefndin taki slíkan kattarþvott gildan.Það er til skammar,að sjávarútvegsráðherra skyldi ekki geta mannað sig upp í að koma með fullnægjandi svar áður en þingið fór í sumarleyfi.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband