Geir og Ingibjörg Sólrún heimsækja jarðskjálftasvæðin

Þau Geir H. Haarde, forsætisráðherra, og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, eru á Selfossi og eiga þar nú fund með fulltrúum björgunarsveita, almannavarnanefnda og sveitarfélaga á skjálftasvæðinu.

Ráðherrarnir segjast vilja afla upplýsinga um um stöðu mála á svæðinu. Gert er ráð fyrir að þau heimsæki fjöldahjálparstöðina í Vallaskóla á Selfossi í kjölfarið og ræði við fulltrúa Rauða kross Íslands. Þá munu þau væntanlega skoða ummerki skjálftans í Ölfusi.

Það er vel til fundið,að oddvitar ríkisstjórnarinnar skuli heimsækja jarðskjálftasvæðin..Þau geta þá séð ástandið með eigin augum og rætt við heimamenn.Forseti Íslands og forsetafrú fóru einnig til Hveragerðis í  gærkveldi og ræddu við heimamenn.

 

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Ráðherrar á fundi með heimamönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband