Laugardagur, 31. maí 2008
Bakari hengdur fyrir smið
Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Ólafur F. hefur sagt Guðmundi Þóroddsyni forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur og REI upp störfum.Ekki kemur fram,að Guðmundur hafi neitt brotið af sér. Enda mun svo ekki vera. Meirihlutinn þarf aðeins að hengja einhvern fyrir sitt eigið klúður hjá Orkuveitu og REI og þá er nærtækast að hengja næsta embættismann. En ekki er það stórmannlegt.. Það var Sjálfstæðisflokkurinn sem bar ábyrgð á klúðrinu hjá OR og REI. Sexmenningarnir sögðu að Vilhjálmur borgarstjóri hefði brotið af sér og þeir fóru til Geirs formanns og klöguðu Vilhjálm. En í framhaldi af því tóku þeir Vilhjálm í sátt. Ekki er ljóst hvort það voru sexmenningarnir eða Vilhjálmur,sem brutu af sér í orkumálunum hjá borginni.Sexmenningarnir töldu að Vilhjálmur hefði ekki haldið þeim nægilega upplýstum um gang mála og verið full einráður. En í raun hagaði Vilhjálmur sér aðeins eins og borgarstjórar íhaldsins hafa alltaf gert.Og auðvitað gátu sexmenningarnir haft sig eftir upplýsingum og fylgst betur með.Guðmundur Þoroddsson gerði ekkert af sér. Hann framfylgdi aðeins því sem samþykkt var í stjórnum OR og REI. Það er því löðurmannlegt að reka hann vegna klúðurs,sem Sjálfstæðisflokkurinn skapaði og bar ábyrgð á.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.