Steingrímur J. á ræðumetið á alþingi

Þingmenn Vinstri grænna voru málglaðastir á Alþingi í vetur. Þar leiddi formaðurinn hjörðina en hann talaði samtals í ríflega þrjátíu klukkustundir. Fast á hæla honum fylgdi Jón Bjarnason sem var í ræðustóli í 24 klukkustundir eða örlítið meira en Kristinn H. Gunnarsson, þingflokksformaður Frjálslynda flokksins.

Minnst fór fyrir Herdísi Þórðardóttur, þingmanni Sjálfstæðisflokks, en hún tók aðeins tólf sinnum til máls á Alþingi í vetur og talaði samtals í 28 mínútur. Næstminnst talaði flokkssystir Herdísar, Björk Guðjónsdóttir, en hún kom í pontu átján sinnum og talaði í það heila í rúma klukkustund.

Það kemur ekki á óvart að Steingrímur J. eigi metið hvað' varðar mikinn ræðuflutning á alþingi. Hann hefur oft átt metið.Steingrímur J. er mikill málafylgjumaður,góður ræðumaður. Hann   er skeleggasti  stjórnarandstæðingurinn. Guðni Ágústsson hefur verið að reyna að feta í fótspor Steingríms undanfarið. En það er svo stutt síðan Guðni var í stjórn að'  hann verður ekki nógu sannfærandi.

 

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Steingrímur talaði mest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband