Klofningur hjá VG um eftirlaunamálið?

Þingflokkur VG gerði uppreisn gegn Steingrími J. Sigfússyni flokksformanni  þegar Steingrímur hafði samþykkt að vera með í nefnd flokksformanna um eftirlaunamálið í sumar. Fremstur í flokki var þingflokksformaðurinn Ögmundur Jónasson sem upphóf mikla skammaræðu um eftirlaunamálið fyrir hönd flokks síns eftir tilkynningu forsætisráðherra á þinginu – en aðrir töluðu af hálfu stjórnarandstöðunnar flokksformennirnir Guðjón Arnar Kristinsson og Guðni Ágústsson sem ætla báðir að taka þátt í endurskoðunarstörfunum.

Steingrímur J. sagði að vísu,að hann hefði  aldrei samþykkt neina endurskoðun í sumar. Geir Haarde hefði nefnt  þetta lauslega og Steingrímur J. sagt,að hann væri að sjálfsögðu alltaf tilbúinn til að ræða málið en síðan hefði þetta verið túlkað svo,að komið væri samkomulag um eftirlaunamálið milli allra flokka. Það væri ekki rétt.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband