Starfsmenn OR buðust til þess að taka að sér REI

Á tímabili buðumst við starfsmennirnir til þess að halda áfram með verkefnin og fjármagna þau til framtíðar og Orkuveitan ætti þá bara sinn hlut í þeim. En það var á þeim tíma sem yfirlýsingar nokkurra borgarfulltrúa voru á þann hátt að ekki var annað að sjá en að þessi verkefni yrðu lögð af,“ segir Guðmundur Þóroddsson, fyrrum forstjóri Reykjavík Energy Invest (REI), um það hvort það hafi verið rætt í aðdraganda brottvikningar hans að hann fengi að taka með sér einhver þeirra verkefna sem fyrirtækið hefur unnið að. Heimildir 24 stunda herma að Kjartan Magnússon, stjórnarformaður REI, hafi íhugað þessa lausn áður en Guðmundi var sagt upp störfum og meðal annars rætt hana við aðra stjórnarmenn.

Kjartan neitar því þó að slíkar viðræður hafi farið fram og segist ekki hafa neina trú á því að Guðmundur muni taka yfir einhver verkefna REI. „Ég tel að það sé alveg útilokað.“ Guðmundur útilokar þó hvorki að stofna nýtt orkufyrirtæki né að það myndi taka yfir einhver af verkefnum REI. „Það er hægt að semja um allt, en það er ekkert frágengið um slíkt.“ Hann segir ekkert í starfslokasamningi sínum sem meini honum að vinna áfram í orkugeiranum. „Ég er ekki bundinn að neinu leyti nema ef ég færi í samkeppni við Orkuveituna. Það er nú ekki auðvelt að fara í samkeppni við einkaleyfisstarfsemi.“

Ef til vill hefði verið best fyrir Orkuveituna að fela starfsmönnum undir forustu Guðmundar að sjá um verkefni REI.Sjálfstæðuaflokkurinn virðist ekki vita í hvora löppina hann eigi að stíga í þessum orkuútrásarmálum.

 

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Buðust til að taka yfir verkefni REI
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband