Þriðjudagur, 3. júní 2008
Það kostar 30 milljónir að reka Guðmund frá OR!
Ekki var gerður starfslokasamningur við Guðmund Þóroddsson heldur samkomulag um að fara eftir ráðningarsamningi sem gerður var við hann í tíð R-listans 2002. Þar er kveðið á um 12 mánaða uppsagnarfrest, en Guðmundur hafði um 2,6 milljónir í laun eða rúmar 30 milljónir á ári.
OR verður sem sagt að greiða Guðmundi 30 millj. kr. til þess að losna við hann. En hvers vegna var hann rekinn? Hvað gerði hann af sér? Eiga kaupendur orku frá OR ekki kröfu á því að fá að vita hvað Guðmundur gerði af sér. Ég hefi ekki heyrt neitt nefnt.Vissi Guðmundur of mikið um klúðrið? Er verið að hengja hann í stað íhaldsmannanna sem bátu raunverulega ábyrgð? Það er dýrt að láta kaupendur orku greiða 30 milljónir fyrir klúður íhaldsins í OR og REI.
Björgvin Guðmundsson
30 milljóna starfslok | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þar sérðu hvað R-listinn kostar okkur skattgreiðendur í Rvík,-----ENNÞÁ
Miðbæjaríhaldið
Bjarni Kjartansson, 3.6.2008 kl. 14:36
Hverskonar andskotans bull er þetta eiginlega, 2,6 miljónir á mánuði. Hvað réttlætir slík ofurlaun? Græðgi....er það ekki málið. Menn eru búnir að tapa öllu sem heitir réttlæti sanngirni eða heiðarleika. Ég held að Orkuveitan sé ekki vel rekið fyrirtæki. Yfirbygging og óstjórn hefur verið ráðandi þarna undanfarin ár. Það er ekki svo flókið að reka fyrirtæki ef innkoman er nógu mikil. Ég er sannfærður um að hægt er að reka Orkuveituna vel þótt orkuverð væri lækkað um 20-30%. En þá þarf að taka til. Þessi sýnarmenska og græðgi er að drepa okkur öll. Ég vona að Hjörleifur taki á þessum málum svo hægt verði að fara að reka þetta fyrirtæki eins og hjá mönnum.
Starfsmaður (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 16:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.