LEB vill stórhækkun á lífeyri aldraðra,grunnlífeyri og tekjutryggingu

Nokkuð hefur borið á því í umræðunni um lífeyrismál aldraðra,að talsmenn ríkisstjórnarinnar hafi haldið því fram,að fullt samráð hafi verið haft við samtök aldraðra um þau skref sem stigin hafi verið í kjaramálum aldraðra.Þetta er ekki rétt.Það er forgangsmál Landssambands eldri borgara  að lifeyrir aldraðra frá TR verði stórhækkaður,bæði grunnlífeyrir og tekjutrygging. Helgi K.Hjálmsson,formaður LEB hefur lagt áherslu á það að grunnlífeyrir yrði hækkaður í 70-80 þúsund á mánuði.Þetta eru forgangsmálin.það er alfarið mál ríkisstjórnarinnar að byrja á því að draga úr tekjutengingum og láta hækkun lífeyris sitja á hakanum. LEB hefur aldrei samþykkt þá forgangsröð.Hins vegar fagna eldri borgarar hverju skrefi og vissulega eru minni    tekjutengingar mikilvægar. En ráðstafanir fyrir einstaka hópa eldri borgara mega ekki tefja heildarráðstafanir  í þágu allra aldraðra.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband