Fimmtudagur, 5. júní 2008
Héraðsdómur staðfestur í Baugsmáli
Hæstiréttur staðfesti í dag dóma, sem sakborningar í Baugsmálinu hlutu í Héraðsdómi Reykjavíkur. Var um að ræða lokaþátt málsins sem hófst fyrir sex árum. ´
Í héraðsdómi var Tryggvi Jónsson, fyrrverandi aðstoðarforstjóri Baugs, dæmdur í 12 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir ýmis brot, þar á meðal fjárdrátt, og þeir Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs, og Jón Gerald Sullenberger, í 3 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að gefa út tilhæfulausan kreditreikning sem hafði áhrif á bókhaldslega stöðu almenningshlutafélagsins Baugs.
Þar með er Baugsmálinu lokið fyrir dómstólum hér á landi en það hefur tekið 6 ár.Margir telja,að það hafi verið grafið og grafið og leitað að einhverju sakarefni á hendur Baugsfeðgum en lítið fannst. Og eftirtekjan er rýr.
Björgvin Guðmundsson
Dómar staðfestir í Baugsmáli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:29 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.