Mannréttindanefnd Sþ.: 5 dagar til stefnu

Það eru nú aðeins 5 dagar þar til ríkisstjórn Íslands á að svara úrskurði Mannréttindanefndar Sþ.  um að kvótakerfið í sjávarútvegi sé brot á mannréttindum.Í úrskurðinum var farið fram á það,að gerðar yrðu nauðsynlegar úrbætur á kvótakerfinu þannig,að ekki yrði áfram um mannréttindabrot að ræða.Sjávarútvegsráðherra og ríkisstjórnin ætla ekkert að gera í málinu.Sjávarútvegsráðherra ætlar að senda eitthvað málamyndasvar þess efnis,að  ríkisstjórnin muni taka málið  til athugunar og gera einhverjar breytingar einhvern tímann í framtíðinni.Þetta er svipað og eitthvað annað ríki,sem brotið hefði mannréttindi segði: Við skulum hætta mannréttindabrotum eftir nokkur ár.

Ísland hefur ekki sparað stóru orðin þegar mannréttindabrot hjá öðrum þjóðum hafa verið gagnrýnd.Það er því til skammar fyrir Ísland að stöðva ekki mannréttindabrot hjá okkur sjálfum  strax.

Það er aðeins ein leið til þess að stöðva mannréttindabrot í kvótakerfinu: Að innkalla veiðiheimildir á ákveðnum tíma og úthluta aftur þannig að allir sitji við sama borð.Við komumst ekki hjá því að fara þessa leið.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband