Laugardagur, 7. júní 2008
Myndarlegt sjóminjasafn í Reykjavík
Nokkur sjóminjasöfn starfa nú hér á landi eins og eðlilegt er hjá þjóð,sem lengst af hefur lifað af sjósókn.Víkin - Sjóminjasafnið í Reykjavík tók formlega til starfa 1. janúar 2005.
Stofnendur voru Reykjavíkurborg og Reykjavíkurhöfn og var rekstrarframlag
frá þeim hvoru um sig kr. 10 milljónir. Máttarstólpar safnsins eru
Eimskipafélag Íslands, HB Grandi og Glitnir og var sameiginlegt
framlag þeirra kr. 10 milljónir á árinu.
Á fyrsta fundi stjórnar 3. janúar það ár var Sigrún Magnúsdóttir ráðin
forstöðumaður. Ennfremur var ákveðið að fyrsta sýning safnsins yrði í tilefni
af aldarafmæli togaraútgerðar á Íslandi.
Leigusamningur um húsnæðið að
Grandagarði 8 var undirritaður milli
Faxaflóahafna og safnsins. Hann nær til
ársins 2030 og kemur þar m.a. fram að
safnið getur ráðstafað húsnæðinu skv.
sínum þörfum, m.a. breytt innveggjum
öðrum en burðarveggjum.
Unnið var að teikningum að útliti og
nýtingu hússins. Ekki er
komið í höfn endanlegt samkomulag um
útlit hússins. Safnið óskaði eftir
samkomulagi um að aðskilja inngang
safnsins frá inngöngum annarra aðila,
sem þótti nauðsynlegt fyrir starfsemi þess.
Fram fór standsetning safnsins að því marki sem þörf krafði til að unnt væri að
opna sýningu á 2. hæð í sumarbyrjun. Svalir voru steyptar við
norðausturenda hússins og brunastigi smíðaður frá þeim.
Gaflinn norðanmegin var opnaður fyrir stórum sýningargripum
og síðan lokað með dyrum og stórum glugga. Í aðalsal og
víðar var komið fyrir sýningarlýsingu. Í anddyri voru veggir
tveggja herbergja fjarlægðir. Skrifstofuálma var lokuð af. Lyfta
var sett í lyftustokk.Unnið var að aðgengismálum fyrir fatlaða og öryggisatriðum.
Stofnstyrkur til safnsins fékkst frá fjárlaganefnd Alþingis, kr. 5
milljónir. Sama upphæð hafði fengist árið 2004 frá sama aðila
og kom hún einnig að góðum notum.
Það er fagnaðarefni,að sjóminjasafnið í Reykjavík skuli hafa komist á fót. Safnið er hið myndarlegasta og Sigrúnu Magnúsdóttur,forstöðumanni,til sóma.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:08 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.