Sunnudagur, 8. júní 2008
Hvernig mun Hanna Birna reynast?
Sjálfstæðisflokkurinn hefur skipt um leiðtoga í borgarstjórn og ekki í fyrsta sinn.Það hafa lengi verið erfiðleikar hjá flokknum með val á leiðtoga. Minna má á Árna Sigfússon,Markús Örn Antonsson,Björn Bjarnason og Ingu Jónu Þórðardóttur. Segja má,að þetta hafi allt verið tilraunaleiðtogar,sem ekki voru lengi við völd. Framtíðin leiðir í ljós hvort Hanna Birna verður tilraunaleiðtogi eða ekki.
Hanna Birna hefur ýmislegt í það að vera leiðtogi. Hún er ákveðin og fylgin sér og virðist vita hvað hún vill.Það er kostur. Hins vegar hefur hún ekki mikinn "karisma".Framkoma hennar laðar ekki að sér mikið fylgi. En það getur staðið til bóta. En sjálfstæðismenn virðast telja,að öll mál leysist hjá þeim með því að sparka Villa og setja Hönnu Birnu í leiðtogasæti í staðinn. En svo einfalt er það ekki.
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins allir,þar á meðal Hanna Birna, bera ábyrgð á því klúðri,sem flokkurinn hefur komið sér í.Rei málið var stórt klúður en engu minna klúður er myndun meirihluta í borgarstjórn með Ólafi F.Magnússyni.Sjálfstæðisflokkurinn í borgarstjórn beinlínis keypti Ólaf F, með borgarstjórastólnum.Það er einstakt í stjórnmálasögunni og Sjálfstæðisflokkurinn er ekki búinn ð bíta úr nálinni með það. Ég hygg,að fylgistap íhaldsins stafi fyrst og fremst af þessu "valdaráni" og meira en af Rei málinu. Hanna Birna ber jafnmikla ábyrgð á "valdaráninu" og Vilhjálmur.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sjálfstæðisflokkurinn er flokkur sem alltaf bíur eftir því að sterkur einstaklingur kemur fram á sjónarsviði: frekjan. Við horfðum upp á dæmalausa stjórnun Davíðs þar sem hann stýrði borginni með kjafti og klóm. Hannlét andstæðinga sína aldrei komast upp með neitt múður hversu svo sem það var málefnalegt og réttmætt: frekjuskapurinn hélt áfram. Með Markúsi, Árna og Vilhjálmi komu fram mun mildari einstaklingar en núna er sennilega mesta frekjan aftur komin til skjalanna til að „bjarga“ Sjálfstæðisflokknum frá algjöru hruni.
Minn óskameirihluti í Reykjavík er öflugur og velsamanvinnandi hópur Samfylkingar og Vinstri grænna. Í báðum þessum stjórnmálaflokkum er marg duganandi vel menntað ungt fólk sem er líklegt að ná mjög góðum árangri.
Forðum okkur frá frekjulýðræðinu. Voru ár Davíðs sem borgarstjóra okkur ekki nógu góð og holl lexía?
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 8.6.2008 kl. 21:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.