Stærsti þjóðgarður Evrópu stofnsettur á Íslandi

Stofnun Vatnajökulsþjóðgarðar fór fram við formlega athöfn í Skaftafelli í dag.  Að sögn Þórunnar Sveinbjarnardóttur, umhverfisráðherra, er um stóran áfanga í náttúruvernd á Íslandi að ræða.   Þórunn segir stofnun þjóðgarðsins hafa mikil og margvísleg áhrif og renna styrkum stoðum undir atvinnu í ferðaþjónustu í þjóðgarðinum og á öllum nærsvæðum hans.

 

 

„Stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs styrkir byggð allt í kringum þjóðgarðinn og kemur Íslandi enn betur á kortið sem áhugaverðum stað fyrir erlenda ferðamenn, sem koma hingað fyrst og fremst til þess að skoða náttúruna," segir Þórunn í samtali við mbl.is

Þórunn segir stærð og fjölbreytileika þjóðgarðsins bjóða upp á ólíka kosti í útivist og ferðamennsku.

„Ég er þess fullviss að Vatnajökulsþjóðgarður, sem stærsti þjóðgarður í Evrópu og einstakur á heimsvísu, muni hafa mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn.  Þjóðgarðurinn er að sjálfsögðu tæki til þess að vernda náttúruna og stuðla að sjálfbærri nýtingu, til langs tíma litið mun þessi þjóðgarður skila gríðarmiklum tekjum í ríkiskassann í formi gjaldeyristekna," segir Þórunn, og bætir við að straumur ferðamanna aukist jafnt og þétt til landsins, og mikilvægt sé fyrir umhverfið og byggðirnar í landinu að straumi ferðamanna sé stýrt um allt landið.

Það er mikið fagnaðarefni,að Vatnajökulsþjóðgarður skuli nú hafa verið stofnsettur.Verndun náttúru Íslands er mikilvæg og nauðsynlegt er að raska ekki náttúru landsins meira en brýna nauðsyn ber til.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 


mbl.is „Stór áfangi í náttúruvernd"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband