VG vill ítarlegri svör til Mannréttindanefndarinnar

Vinstrihreyfingin-grænt framboð vill ítarlegri svör af hálfu stjórnvalda við áliti mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna en send voru til nefndarinnar í síðustu viku. Þá gagnrýnir flokkurinn fullkomið samráðs- og aðgerðaleysi í málinu undanfarna 6 mánuði.

Í ályktuninni segir, að ríkisstjórnin hafi haft 6 mánuði til að taka álit mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna alvarlega og bregðast við með ítarlegum hætti. Svarbréfið sem nú ligg fyrir sé að uppistöðu til langdregin endurtekning á þeim vörnum sem íslenska ríkið hélt uppi í málinu þegar það var tekið fyrir á sínum tíma. Í niðurlagi svarbréfsins sé svo loks rýr og efnislítil klausa um að hugað verði að lengri tíma áætlun um endurskoðun á íslenska fiskveiðistjórnunarkerfinu, eða aðlögun í átt að áliti mannréttindanefndarinnar.

Ég tel,að ríkisstjórnin verði að senda mikið ítarlegri svör en gert hefur verið. Og það sem er mest um vert: Það verður að byrja strax að breyta kvótakerfinu og afnema mannréttindabrot.

 

Björgvin Guðmundsson


mbl.is VG vill skýrari svör til mannréttindanefndar SÞ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Heyr!

Sigurður Þórðarson, 10.6.2008 kl. 23:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband