Miðvikudagur, 11. júní 2008
Grétar hættir sem forseti ASÍ
Grétar Þorsteinsson, forseti Alþýðusambands Íslands, ætlar ekki að gefa kost á sér til endurkjörs á ársfundi ASÍ sem verður haldinn lok október. Þetta kom fram í fréttum Útvarpsins en Grétar tilkynnti þetta á fundi miðstjórnar ASÍ í dag.
Grétar var fyrst kjörinn forseti ASÍ 1996. Fram kom að Ingibjörg R. Guðmundsdóttir, varaforseti ASÍ, hafi ekki ákveðið hvort hún sækist eftir forsetaembættinu.
Grétar hefur verið farsæll forseti ASÍ. Hann hefur verið hógvær en ákveðinn.Nú er spurningin sú hver tekur við. Ég hygg,að Gylfi Arnbjörnsson framkvæmdastjóri ASÍ gæti orðið góður forseti. Hann er skeleggur og vel að sér um verkalýðsmál og efnahagsmál.Fordæmi er fyrir því,að framkvæmdastjóri verði forseti,þ.e. þegar Ásmundur Stefánsson varð forseti ASí.
Björgvin Guðmundsson
Forseti ASÍ gefur ekki kost á sér aftur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.