Fimmtudagur, 12. júní 2008
Pétur Blöndal: Íbúðalánasjóður mikill skaðvaldur!
Pétur Blöndal alþingismaður Sjálfstæðisflokksins sagði í umræðuþætti á Bylgjunni í morgun,að Ibúðalánasjóður væri mikill skaðvaldur í íslensku efnahagslífi.Var á honum að heyra að við þyrftum að losna við þennan skaðvald. Pétur var óvenju hreinskilinn og má segja,að hann hafi þarna talað fyrir munn frjálshyggjumanna í Sjálfstæðisflokknum en sumir þeirra fara leynt með skoðun sína í þessu efni.
Guðni Ágústsson var einnig í þættinum og tók upp hanskann fyrir Íbúðalánasjóð. Ég ítreka þá skoðun mína,að mikil nauðsyn er á því að halda Íbúðalánasjóði í óbreyttri mynd. Ef hann væri ekki til staðar mundu bankarnir hækka íbúðavexti upp úr öllu valdi og okra á landsmönnum,þegar þeir tækju íbúðalán.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.