Föstudagur, 13. júní 2008
Brynhildur besta leikkona og besta leikskáld ársins
Brynhildur Guðjónsdóttir var bæði valin leikkona ársins í aðalhlutverki og leikskáld ársins fyrir leikverkið Brák þegar Gríman, íslensku leiklistarverðlaunin voru veitt í kvöld. Hamskiptin eftir Franz Kafka var útnefnd sýning ársins en flest verðlaun fékk leikverkið Ívanov, þrenn talsins.
Söngkonan Þuríður Pálsdóttir fékk heiðursverðlaun Leiklistarsambands Íslands fyrir framúrskarandi ævistarf í þágu sönglistar á Íslandi og afhenti Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, Þuríði verðlaunin.
Þá fékk farsinn Fló á skinni sérstök áhorfendaverðlaun í sviðssetningu Leikfélags Akureyrar.
Þetta var mikill sigur hjá Brynhildi,að fá bæði Grimuna fyrir að vera valin leikkona ársins og fyrir að vera valin leikskáld ársins.Hátíðin fór vel fram og var skemmtileg.Tveir ungir leikarar voru kynnar,Jói og Gói.Þeir stóðu sig vel. Spurning er hvort ekki væri nóg að hafa Grímuna annað hvort ár. Þetta eru það fá leikverk sem sett eru upp á hverju ári hér og fáir,sem geta komið til greina,þegar verðlaun eru annars vegar.
Björgvin Guðmundsson
Brynhildur leikkona og leikskáld ársins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:49 | Facebook
Athugasemdir
Þakka þér fyrir góðar undirtektir og að samfagna svo vel góðu leiklistarfólki, en vegna síðustu athugasemdarinnar vil ég benda á að þessu fáu sviðsverk sem kosið var um voru AÐEINS 80 talsins og möguleikar fyrir valnefndir voru um 1000, - er það lítið?
Ef litið er til Eddunnar, kvikmyndaverðlaunanna, þá mætti kannski frekar segja að þau gætu verið annað hvert ár, því oftast eru það 2-3 kvikmyndir í fullri lengd sem berjast um verðlaunin.
með góðri kveðju
Viðar Eggertsson, 14.6.2008 kl. 00:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.