Sunnudagur, 15. júní 2008
Lífeyrisþegar þurfa meira í launaumslagið
Ágúst Ólafur Ágústsson sagði í vikulokin ,að búið væri að hækka greiðslur til lífeyrisþega um 9 milljarða af núverandi ríkisstjórn. Þetta er sama talan og Jóhanna Sigurðardóttir hefur nefnt.En staðreyndin er sú,að það sem gert hefur verið á þessu ári kostar ríkið í ár 1,7 milljarða en 2,7 milljarða þegar það er komið til framkvæmda sem á að gerast 1.júlí og 1.ágúst.Á heilu ári verða þessar tölur hærri.
En hvaða þýðingu hefur það fyrir lífeyrisþega að heyra hvað einhverjar ráðstafanir kosta ríkissjóð. Það hefur enga þýðingu.Það eina sem hefur þýðingu er hvað lífeyrisþeginn fær í launaumslagið. Hann fær í dag 121 þús. kr. eftir skatta ( 136 fyrir skatta).Einhleypur ellilífeyrisþegi.Þessi lífeyrisþegi er ekkert betur setur þó sá sem er úti að vinna fái ekki lengur skerðingu tryggingabóta. Á sl. ári námu lífeyrisgreiðslur ca. 100% af lágmarkslaunum ( samkvæmt staðtölum TR) En í ár nema lífeyrisgreiðslurnar aðeins 93,74% af lágmarkslaunum. Þær hafa lækkað vegna þess að lífeyrisþegar fengu ekki sömu hækkun á lífeyri eins og launþegar fengu á launum sínum í feb. sl. Þetta þarf að leiðrétta og meira til. Lífeyrisþegar þurfa meira í launaumslagið .Það er það eina sem skiptir þá máli.
Björgvin Guðmundson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:40 | Facebook
Athugasemdir
Þetta er auðvitað hárrétt hjá þér, Björgvin. Þú hefur verið sérlega duglegur við að rita um lífeyrismál. Það ástæða til að þakka þér.
Hér má hins vegar bæta við því fólki sem fær úr lífeyrissjóði sínum en greiðir af því fullan skatt. Ég hélt að þessi ríkisstjórn myndi manna sig upp í að heimta af þessu skatt eins og fjármagnsskatti (10%), fyndist það mikið réttlætismál. En þakka þér, Björgvin, ég er einn af þínum tryggu lesendum!
Gylfi Guðmundsson (IP-tala skráð) 15.6.2008 kl. 00:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.