Lífeyrissjóðir lána meira en áður til íbúðakaupa

Eftirspurn eftir lánum til húsnæðiskaupa frá lífeyrissjóðum hefur haldist stöðug síðustu mánuði. „Hún hefur ekki minnkað í takt við samdrátt á fasteignamörkuðum, sem bendir til þess að hlutdeild lífeyrissjóða í heildarfasteignaútlánum landsmanna sé eitthvað að aukast,“ segir Haukur Hafsteinsson, framkvæmdastjóri LSR.

Lánin eru til allt að fjörutíu ára og lánakjör að mörgu leyti áþekk því sem Íbúðalánasjóður býður. „Við lítum svo á að lánveitingar til sjóðfélaga séu góð ávöxtun fyrir Lífeyrissjóðina og góð þjónusta við okkar sjóðfélaga. Lánakjörin hafa yfirleitt verið góð miðað við aðra kosti og eru í dag talsvert hagstæðari en lán bankanna,“ segir Haukur.( Mbl. is)

Það er góður kostur fyrir kaupendur íbúða að taka lán hjá  lífeyrissjóði.Vextir eru svipaðir og hjá Íbúalánasjóði.Skilyrði eru ekki eins ströng og hjá Ibúðalanasjóði Þannig getur sjóðfélagi,sem hefur fullnægjandi veð fengið lífeyrissjóðslán  þó hann sé ekki að kaupa íbúð.Fram kemur,að lánveitingar til fasteinakaups séu að aukast. Það er gott..

 

Björgvin  Guðmundsson


mbl.is Lífeyrissjóðir lána áfram til íbúðakaupa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband