Mánudagur, 16. júní 2008
Nokkrir stórir útgerðaraðilar hafa sölsað undir sig mest af kvótunum
Grandi hefur sölsað undir sig mest af kvótum landsins, 11,91% eða 44.621 tonn.Félagið hefur náð kvótanum af Haraldi Böðvarssyni á Akranesi og nú er þetta mikla útgerðar-ög fiskvinnslufyrirtæki,HB & Co horfið úr atvinnulífi Akraness. Hver hefði trúað því fyrir 10-20 árum,að Haraldur Böðvarsson & Co yrði horfið úr atvinnulífi Akraness í dag. Það er gersamlega horfið.Þannig hefur kvótakerfið farið með þetta mikla fyrirtæki. Og þannig fór Brim með Útgerðarfélag Akureyrar,ÚA.Því var lofað að rekstri yrði haldið áfram á Akureyri en það var svikið. Því var lofað að rekstri frystihúss og útgerðar yrði haldið áfram á Akranesi en það var svikið. Þannig má fara allt í kringum landið. Það er sem sviðin jörð eftir afleiðingar kvótakerfisins.Stóru útgerðarfélögin hafa gleypt kvótann hringinn í kringum landið,lofað að halda atvinnu áfram á litlu útgerðarstöðunum en svikið það.Næststærsta kvótafyrirtækið er Samherji með 7,72% af kvótunum eða 28.932 tonn og þriðja stærst er Brim h.f. sem gleypti ÚA.Það er með 20.154 tonn eða 5,38% af kvótunum.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:43 | Facebook
Athugasemdir
Sæll Björgvin!Tek undir með þér.Þú gleymir loforðum Samherjamanna við kaupin á Guðbjörgu ÍS og Guðmundar(kallaður vinalausi)Kristjánssonar þ.e.a.s Brim h/f við kaupin á Norðurtanga á Ísafirði.Sértu kært kaddur
Ólafur Ragnarsson, 16.6.2008 kl. 22:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.