Reynt að koma ísbirninum til Grænlands

Ákveðið hefur verið að danskir  sérfræðingar komi hingað til lands til þess að fanga ísbjörninn.Mun ráðgert að koma honum til Grænlands ef mögulegt er.

Hjalti J Guðmundsson, sviðsstjóri náttúruauðlinda hjá Umhverfisstofnun, segir að ísbjörninn liggi nú rólegur í æðarvarpinu að Hrauni á Skaga eftir að hafa farið á vapp fyrr í morgun. Segir hann að Danirnir komi væntanlega með búnaðinn sem þarf til að svæfa dýrið og fanga síðdegis í dag.

Ekki liggur alveg ljóst fyrir hvort einn eða tveir sérfræðingar komi frá Danmörku en að minnsta kosti komi Carsten Grøndal, sem er sérfræðingur í föngun villtra dýr og deyfingu þeirra.

Ef þetta gengur eftir er það góð lausn. En ennþá er mikið óunnið og ekki öruggt að dæmið gangi upp. plan B er að skjóta  dýrið.

 

 Björgvin Guðmundsson

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband