17.júní. Til hamingju

Í dag er 17.júní,þjóðhátíðardagur Íslands,fæðingardagur Jóns Sigurðssonar.Ég minnist þess þegar lýðveldið var stofnað á þessum degi 1944. Ég sat þá heima í stofu við útvarpstækið og fylgdist grannt með öllu sem fram fór á Þingvöllum. Það var  hellirigning.Ég sat sem límdur við útvarpstækið.Mér fannst allt svo merkilegt,sem var að gerast að ég vildi ekki missa af neinu.Ég var 12 ára.

Til hamingju með daginn.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Helgason

Já við sem munum þennan stóra atburð í lífi þjóðarinnar , 17. júní 1944, gleymum því aldrei.   Ég átti þess kost að fara með föðurbróður mínum og hans fjölskyldu á Þingvöll þennan dag- þá sex ára gamall.  Mikil mannfjöldi var í Almanngjá , upp á gjábrúninni og þar um kring- það var alveg magnað andrúmsloft og mikil hátíðarstemning. 

Til hamingju með daginn 

Sævar Helgason, 17.6.2008 kl. 11:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband