Miðvikudagur, 18. júní 2008
Hátíðarhöldin 17.júní fóru vel fram
Allt fór vel fram í Reykjavík á þjóðhátíðardegi. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu kom ekkert alvarlegt upp á og dagurinn fór fram úr björtustu vonum miðað við þann gífurlega mannfjölda sem lagði leið sína í miðborg Reykjavíkur. Er talið að þegar mest var hafi allt að fimmtíu þúsund manns verið á hátíðarsvæðinu í Kvosinni.
Hatíðarhöldin 17.júní eru fastur punktur í tilverunni.Fyrst og fremst skipta þau börnin miklu máli.Skrúðgöngurnar höfða fyrst og fremst til barnanna en fullorðnir hafa einnig gaman af hátíðarhöldunum og vilja gjarnan fara í bæinn til þess að sýna sig og sjá aðra.Ef einhvern tímann er ástæða til þess að klæða sig upp á í sparifötin,þá er það 17.júní.
Björgvin Guðmundsson
Allt að 50 þúsund manns í miðborginni í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.