Íbúðalánin hækka í dag í 20 millj.kr.

Jóhanna Sigurðardóttir, félags- og tryggingamálaráðherra, setti í dag þrjár reglugerðir á grundvelli laga um húsnæðismál sem fela í sér framkvæmd á hluta þeirra aðgerða á húsnæðismarkaði sem ríkisstjórnin kynnti í gær. Hámarkslán Íbúðalánasjóðs hækka úr 18 milljónum í 20 milljónir króna.

Þá er brunabótamat afnumið sem viðmið fyrir lánveitingum Íbúðalánasjóðs en þess í stað verður miðað við allt að 80% af kaupverði eigna. Þessi breyting miðar ekki síst að því að auðvelda fólki kaup á minni eignum, einkum á höfuðborgarsvæðinu þar sem brunabótamat er oft á tíðum um 50% af markaðsverði eigna og því erfitt að fjármagna kaup á litlum íbúðum með lánum frá Íbúðalánasjóði, að því er segir í tilkynningu.(mbl.is)

Það er fagnaðarefni,að íbúðláin skuli hækka í 20 millj. kr.  og viðmið við söluverð ákveðið. Vætanlega mun þetta auðvelda ungu fólki að kaupa íbúðir.

 

 Björgvin Guðmundsson


 

Fara til baka T


mbl.is Reglugerðir um húsnæðislán taka gildi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Björgvin.

Hætti við!

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 21.6.2008 kl. 03:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband