Laugardagur, 21. júní 2008
íbúðaverð mun lækka
Aðgerðir ríkisstjórnarinnar á fjármála- og fasteignamarkaði koma ekki í veg fyrir að íbúðaverð lækki. Þetta er fullyrt í Vegvísi Landbankans. Með aðgerðunum sé komið í veg fyrir að lánsfjárskortur hrindi af stað mikilli lækkun íbúðaverðs, umfram það sem þyrfti til að ná jafnvægi á fasteignamarkaðnum.
Aðgerðirnar komi ekki í veg fyrir verðlækkun sem rekja megi til offramboðs íbúða eða minnkandi ráðstöfunartekna. Landsbankinn gerir ráð fyrir hóflegri lækkun íbúðaverðs á árinu.
Ef aðgerðir ríkisstjórnarinnar hefðu ekki komið til má reikna með að viðskipti á fasteignamarkaði hefðu að mestu leyti stöðvast,þar eð bankarnir hefðu þá ekkert lánað til íbúðakaupa. Ríkið hjálpar bönkunum til þess að hefja slíkar lánveitingar á ný. Hærri lán Íbúðalánasjóðs og breytt viðmiðun mun geta aukið verulega fasteignaviðskipti.Draga mun úr verðlækkunum en þær munu ekki stöðvast.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.