Fylgi Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks jafnt

Fylgi Sjálfstæðisflokksins dregst saman um tæp sex% frá því í apríl, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. 32,8% segjast nú myndu kjósa flokkinn.  Á landsbyggðinni nýtur flokkurinn fylgis 25,6% kjósenda en í apríl voru það 39,4 prósent. Samkvæmt könnun Fréttablaðsins myndu þingmenn Sjálfstæðisflokksins vera 21 en þeir eru 25 nú.

Fylgi Samfylkingar eykst hins vegar um rúm 5%  frá síðustu könnun. 32% segjast nú myndu kjósa flokkinn. Meðal kjósenda utan höfuðborgarsvæðisins eykst fylgi Samfylkingarinnar um 75%, úr 21,2 prósentum í 37,2 prósent. Í apríl dalaði fylgi flokksins á landsbyggðinni hins vegar um þrettán%. Þingmenn Samfylkingar yrðu samkvæmt þessu 21, en eru nú átján.

Fylgi Vinstri grænna dregst saman um tæp 4% frá síðustu könnun og segist 17,1 prósent styðja flokkinn. Samkvæmt því myndi þingflokkur Vinstri grænna telja ellefu manns, tveimur fleiri en flokkurinn hefur nú.

8,9 prósent segjast nú myndu kjósa Framsóknarflokkinn, sem er tæpum tveimur prósentustigum meira en í síðustu könnun blaðsins. Flokkurinn fengi samkvæmt því fimm þingmenn kjörna, en hefur sjö nú. Frjálslyndi flokkurinn er með 8% fylgi samkvæmt könnuninni  og fengi hann samkvæmt því fimm þingmenn. Einn maður myndi því bætast við þingflokkinn.

Samkvæmt þessari könnun er fylgi Sjálfstæðisflokksins í könnun Fréttablaðsins nú það sama og það var í könnun Gallup um sl. mánamót en þá mældist það  33%.Fylgi Samfylkingar er einu prósentustigi hærra hjá Fréttablaðinu en hjá Gallup um sl. mánaðamót. Hjá gallup  mældist Samfylkingin með 31% en nú mælist hún með 32% hjá Fréttablaðinu. Samkvæmt þessu eru stjórnarflokKarnir báðir  orðnir líkir að fylgi.Mestu tíðindin eru þau hvað fylgi Sjálfstæðisflokksins dalar mikið úti  á landi en þar minnkar fylgið  um þriðjung. Hver er skýringin? Það er spurning hvort þetta er út af kvótakerfinu? Er landsbyggðin ef til vill búin að fá nóg af kvótakerfinu.Byggðirnar hrynja,þorveiðiheimildir hrynja og þegar Mannréttindanefnd Sþ. kvartar um mannréttindabrot við kvótakerfið  sendir sjávarúvergsráðherra Mannréttindanefndinni langt nef. Er landbyggðin búin að fá nóg? Það þann að vera. En hvers vegna tapar Samfylkingin þá ekki líka úti á landi? Fylgi hennar er mikið minna þar  og ef til vill er það þess vegna sem sveiflan finnst ekki eins   hjá henni þar. Breytingar á forustu  íhaldsins í Rvk. hafa ekki skilað sér í  auknu fylgi.

 

Björgvin Guðmundsson

 

Fara til baka 


mbl.is Fylgi Sjálfstæðisflokksins minnkar í könnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Tímamót?

Sennilega er Sjálfstæðisflokkurinn í mikilli tilvistarkreppu um þessar mundir. Forystumönnum hans hefur verið ekki auðvelt að finna þann hljómgrunn meðal þjóðarinnar þegar á móti blæs. Sjálfstæðisflokkurinn er fyrst og fremst flokkur atvinnurekenda, eignamanna og þeirra sem meira mega sín. Þannig hefur Sjálfstæðisflokkurinn unnið að því markvisst að lækka sem mest skatta í þágu þessra hagsmunahópa en dregið lappirnar að bæta kjör þeirra sem minna mega sín í samfélaginu. Þannig varð Davíð Oddssyni alvarlega á þegar hann braut lög á öryrkjum og gekk á bak við loforð ríkisstjórnarinnar þrátt fyrir dóm Hæstaréttar að þar hefði ríkisstjórnin haft rétt af öryrkjum. Eldri borgarar hafa einnig borið mjög skertan hlut frá borði, misrétti sem hefði getað leitt til byltingar í sumum ríkjum heims. En Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið ákaflega mistækur í ákvörðunum sínum, átt þátt í að mismuna oft freklega og geldur fyrir það núna. Spurning hvort sá Sjálfstæðisflokkur sem skilgreindi sig á sínum tíma sem „flokk allra stétta“ hafi ekki einfaldlega gengið sér til húðar. Sjálfstæðisflokkurinn er ekki flokkur eldri borgara, launamanna né öryrkja. Venjulegt fólk velur því aðra flokka sem það telur að gæti betur hagsmuna sinna.

Sjálfsagt verður það hlutverk Sjálfstæðisflokksins að verða ekki lengur sú fjöldafylking sem hann áður var. Hans bíður að verða smám saman flokkur tiltölu fárra eignamanna, iðjuhölda og athafnamanna. Áhrif þeirra getur auðvitað orðið mikil en það er ekki í þágu lýðræðis að auðurinn stýri landi og þjóð.

Mosi 

Guðjón Sigþór Jensson, 23.6.2008 kl. 10:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband