Sunnudagur, 22. júní 2008
Íslensk myndlist seld erlendis
Myndlistargalleríið i8 seldi myndlist á síðasta ári fyrir 175 millj. króna, að sögn eins eiganda þess, Barkar Arnarsonar.
Um 60% þessarar 175 milljóna sölu i8 var til útlanda og hlutfall íslenskrar myndlistar í þeim útflutningi var 85%. Aðrir aðilar í gallerírekstri bera sig verr og segir til að mynda Jóna Hlíf Halldórsdóttir í Gallerí Boxi að lítið sé að hafa upp úr sölu á myndlist.
Í framtíðinni gæti sala á íslenskri myndlist erlendis orðið arðvænlegur atvinnuvegur. Við eigum marga góða listamenn og þeir þurfa aðeins að koma list sinni á framfæri ytra.
Björgvin Guðmundsson
Íslensk list selst vel erlendis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 23.6.2008 kl. 10:14 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.