Icelandair segir upp flugmönnum og flugfreyjum

Um sextíu flugmönnum hjá Icelandair og allt að hundrað og fimmtíu flugfreyjum, verður sagt upp eftir helgi. Lausráðnir starfsmenn fá ekki endurráðningu, og eins missa fastráðnir vinnuna. Þetta kom fram í fréttum Sjónvarpsins í kvöld.

Dregið verður úr áætlunarflugi í vetur og áhöfnum fækkað. Boðað hefur verið til starfsmannafundar á þriðjudagsmorgun þar sem fara á yfir framtíðarhorfur fyrirtækisins.

Þessar uppsagnir eru staðfesting á þeim samdrætti sem nú er í efnahaglífi landsmanna.Það dregur úr eftiirspurn eftir  flugferðum og afkoma Icelandair kallar á sparnaðarráðstafanir.Landsmenn geta ekki áframhaldandi leyft sér jafnmikla eyðslu og áður.Þeir draga úr eyðslu og fyrirtækin spara.Ef allir leggjast á eytt um að að draga úr gjaldeyriseyðslu hefur það áhrif í því efni að draga úr viðskiptahallanum.

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Útlit fyrir fjöldauppsagnir hjá Icelandair
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband