Mánudagur, 23. júní 2008
Auka þarf framboð af leiguhúsnæði
Biðlistar eftir félagslegu húsnæði í Reykjavík, Hafnarfirði og Kópavogi hafa lengst, borið saman við júní í fyrra. Orsakirnar má að einhverju leyti rekja til versnandi efnahagsástands og samdráttar í landinu. Óvíst er hvaða áhrif breyting lánveitinga Íbúðalánasjóðs (ÍLS) mun hafa á biðlistana en nú er fólki kleift að taka hærra lán en áður. Erfitt er að segja til um hvort fólk láti í kjölfarið taka sig af listanum eða hvort staða flestra sé það slæm að breytingin gagnist þeim lítið.
Í byrjun mánaðarins voru 824 á biðlista eftir félagslegu húsnæði í Reykjavík. Um er að ræða hækkun upp á tæp 14% milli ára en í fyrra voru umsækjendurnir 723. Rekstur félagslegra íbúða er í höndum Félagsbústaða. Í þeirra eigu eru 1.748 félagslegar leiguíbúðir og fjölgar þeim um u.þ.b. 100 á ári. Þar að auki eiga Félagsbústaðir tæplega 300 þjónustuíbúðir.
Biðlistinn eftir félagslegu húsnæði í Kópavogi hefur lengst um 20% milli ára. 137 biðu eftir húsnæði í fyrra en nú eru þeir 165. Aðalsteinn Sigfússon, félagsmálastjóri Kópavogs, segir erfitt að útskýra fjölgunina en að einhverju leyti megi rekja hana til aukins íbúafjölda í bæjarfélaginu. Ekki er ljóst hvort efnahagsþrengingar sl. mánaða séu farnar að skila sér inn á biðlistana en ástandið sem hafi verið viðvarandi í þjóðfélaginu eigi mjög líklega eftir að sýna sig með áberandi hætti á listunum í framtíðinni.( mbl.is)
Ég tel,að framboð af leiguíbúðum eigi að vera sem allra mest. Það vill segja,að í árferði eins og nú þegar eftirspurn eftir leiguúbúðum eykst þá eiga sveitarfélögin að auka framboð á þessu húsnæði.Reykjavík og Kópavogur geta keypt leiguúbúðir til viðbótar við það sem þessi sveitarfélög byggja. Íbúðalánasjóður hefur upplýst,að það fjármagn sem ætlað hefur verið til byggingar leiguúbúa hefur ekki allt verið notað. Þess vegna er unnt að byggja meira af leiguíbúðum og það er allra hagur að svo verði gert.
Björgvin Guðmundssn
´
.
![]() |
Aukin ásókn í félagslegt húsnæði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:34 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.