Mikill meirihluti hjúkrunarfræðinga vill yfirvinnubann

Á fundi hjá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga í dag kom fram að mikill meirihluti hjúkrunarfræðinga styður áætlun um að boða til og fara í yfirvinnubann ef ekki komi betra tilboð um kaup og kjör frá samninganefnd ríkisins.

Þátttaka í kosningu félagsmanna FÍH var mjög góð, 63,64% tóku þátt og af þeim sögðu 94,6% já við yfirvinnubanni frá og með 10. júlí næstkomandi en einungis 5,4% voru mótfallnir.

 „Þetta eru mjög skýr skilaboð til bæði til stjórnar og samninganefndar og til stjórnvalda um að hjúkrunarfræðingum er full alvara og samstaða í hópnum um að nú viljum við sjá betri samninga en boðið hefur verið upp á til þessa," sagði Elsa Friðfinnsdóttir formaður FÍH.

Ef til yfirvinnubanns kæmi þarf að boða til þess eigi síðar en 25. júní sem er nú á miðvikudaginn en þann dag er boðaður fundur fulltrúa FÍH með samninganefnd ríkisins hjá ríkissáttasemjara.(mbl.is)

Þessi atkvæðagreiðsla leiðir í ljós  mikla óánægju meðal hjúkrunarfræðinga með kjör  þeirra. Hún sýnir einnig mikla samstöðu hjúkrunarfræðinga. Kjör umönnunarstéttanna og þar á meðal hjúrkunarfræðinga eru alltof lág. Það verður að bæta kjör þessara stétta myndarlega.

 

Björgvin Guðmundsspn

 


mbl.is 94,6% vilja yfirvinnubann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bumba

Auðvitað, þó fyrr hefði verið. Með beztu kveðju.

Bumba, 23.6.2008 kl. 21:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband