Þriðjudagur, 24. júní 2008
Mikill niðurskurður hjá Icelandair
Icelandair kynnir í dag aðgerðir til þess að bregðast við breyttu rekstrarumhverfi vegna hækkandi eldsneytisverðs og óvissu í efnahagsmálum. Aðgerðirnar fela í sér samdrátt í vetraráætlun fyrirtækisins, fækkun starfsfólks, skipulagsbreytingar, fækkun í stjórnendahópi og eldsneytissparandi aðgerðir í flugi.
Við þessar breytingar er ljóst að starfsmannaþörf félagsins minnkar og því er gert ráð fyrir að stöðugildi hjá Icelandair muni fækka um 190, úr um 1.230 á síðasta vetri í 1.040 í vetur, að því er segir í tilkynningu frá Icelandair.
Sumir eru í hlutastörfum og mun starfsfólki í heild fækka um 240 einstaklinga. Þar af fá rúmlega 200 upsagnarbréf fyrir lok júnímánaðar, 64 flugmenn og 138 flugfreyjur, en einnig fækkar starfsmönnum á tæknisviði, flugumsjónarmönnum og starfsmönnum á söluskrifstofum félagsins, að hluta með uppsögnum og að hluta með því að ekki er ráðið í störf sem losna.
Í heild mun fækka í starfsmannahópi Icelandair um 240 einstaklinga í haust, umfram þá breytingu sem jafnan fylgir því að mun meiri umsvif eru í flugi á sumrin en veturna. Við uppsagnirnar er farið að lögum um hópuppsagnir og haft samráð við viðkomandi stéttarfélög. Boðið er upp á ráðgjöf og aðstoð fyrir þá sem missa atvinnuna, samkvæmt tilkynningu Icelandair.( mbl.is)
Þetta eru sársaukafullar aðgerðir.Margir,sem unnið hafa lengi hjá Icelandair, missa vinnuna.Þessar gífurkegu samdráttaraðgerðir hjá Icelandaur lýsa vel því ástandi,sem skapast hefur nú í efnahags-og atvinnulífi okkar.Icelandair segir,að ástæða uppsagnanna sé hækkun eldsneytis og óvissa í efnahagsmálum.Það er vægt til orða tekið að segja,að óvissa sé í efnahagsmálum. Það er slæmt ástad í þeim málum og mikill tekjusamdráttur.
Björgvin GuðmundssonMiki
.
Icelandair boðar niðurskurð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.