Kaupmáttur landsmanna minnkað um 17000 kr. á síðasta ári

 Miðað við 3,9% rýrnum kaupmáttar landsmanna má líta svo á að ráðstöfunartekjur meðalheimilis hafi minnkað um 17 þúsund krónur frá sama tíma á síðasta ári.

Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær hefur vísitala launa hækkað um 7,9% frá því í maí á síðasta ári en vísitala neysluverðs um 12,3%. Samkvæmt gögnum Hagstofunnar og þróun launavísitölunnar má ætla að meðaltekjur íslensks heimilis séu um 440 þúsund krónur. Miðað við rýrnunina má hugsa sér að 3,9% eða rúmar 17 þúsund krónur séu horfnar úr veskinu. Fyrir þær má til dæmis fylla 2-3 sinnum á bensíntankinn eða kaupa fjjögurra gígabæta iPod Nano í Fríhöfninni.

Neyslumynstur landsmanna hefur breyst nokkuð síðustu ár í takt við vaxandi kaupmátt. Mælingar Hagstofunnar gefa til kynna að hlutfall mat- og drykkjarvara af neysluútgjöldum hafi dregist saman á árunum 2002 til 2006. Húsnæðisliðurinn jókst mest, þ. á m. viðhald og viðgerðir á húsnæði.

Það er gengislækkun krónunnar og hækkun eldsneytisverðs,sem á stærsta þáttinn í þessari lífskjaraskerðingu.Það er mikil spurning hvort Ísland getur verið með fljótandi gengi eins og verið hefur undanfarin ár.Ef Ísland á að vera með fljótandi gengi þurfa vextirnir einnig að  vera eins og úti í Evrópu eða a.m.k. 10 prosentustigum lægri en hér.Ef við eigum að sæta göllum af þessu frjálsræðiskerfi þurfum við  einnig að njóta kosta þess.

 

Björgvin Guðmundsson

 


mbl.is Launin endast skemur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband