Miðvikudagur, 25. júní 2008
Sjálfstæðisflokkurinn í Rvk. afhendir einkaaðilum Droplaugarstaði,sem borgin reisti
Reykjavíkurborgvill leita eftir samstarfi við aðra um rekstur hjúkrunarheimilisins Droplaugarstaði, að sögn Jórunnar Frímannsdóttur, formanns velferðarráðs Reykjavíkur. Í dag hyggst hún leggja fram tillögu á fundi ráðsins um að óskað verði eftir leyfi heilbrigðisráðuneytisins til þess fá nýjan aðila til að reka hjúkrunarheimilið. Samstaða er um málið í meirihluta borgarstjórnar, að sögn Jórunnar.
Fáist leyfi ráðuneytisins kvaðst Jórunn búast við að gerður yrði þjónustusamningur um rekstur Droplaugarstaða. Við [Reykjavíkurborg] verðum áfram ábyrg, nema ríkið sé tilbúið að taka Droplaugarstaði að sér sem það hefur ekki verið, sagði Jórunn.
Droplaugarstaðir hafa verið reknir með halla í mörg ár. Sagði Jórunn að hann stefndi í að verða 40-50 milljónir króna á þessu ári. Viðræður hafa staðið yfir við heilbrigðisráðuneytið því borginni hefur ekki tekist að lækka rekstrarkostnaðinn. Jórunn sagði slæmt að horfa á eftir skattpeningum í hallarekstur. Borginni veitti ekki af þeim fjármunum til að veita lögbundna þjónustu, en rekstur hjúkrunarheimilis félli ekki undir hana.
Jórunn sagði það hafa verið nefnt m.a. við Grund, Hrafnistu og Sóltún að taka við rekstri Droplaugarstaða. Engar formlegar viðræður hefðu þó farið fram eða neinar tölur verið sýndar um reksturinn. En við vitum að það er áhugi á að skoða það, sagði Jórunn. Hún segir alls óvíst að nokkur sé tilbúinn að reka Droplaugarstaði á daggjöldum eða treysti sér til þess. Með því að samræma rekstur Droplaugarstaða annarri skyldri starfsemi megi ef til vill ná fram hagræðingu sem geri það kleift að reka hjúkrunarheimilið á daggjöldum. Stærð Droplaugarstaða sé óhagkvæm og ef til vill eigi það stóran þátt í því að ekki hefur tekist að ná niður hallarekstrinum.
Borgin á einnig hjúkrunarheimilið Seljahlíð sem líka hefur verið rekið með tapi. Í Seljahlíð er nú leitað nýrra leiða í rekstrinum og stefnt í auknum mæli að því að fara út í íbúðaform með mikilli heimaþjónustu og lofar sú breyting góðu, að sögn Jórunnar.
( mbl.is)
Það er ljóst,að Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík stefnir nú að því að einkavæða hjúkrunarheimilin í Rvk.Flokkurinn þarf ekki að halda,að reksturinn verði ódýrari í höndunum á einkaaðilum. Ef íhaldið afhendur einkaaðilum hjúkrunarheimilin mun það láta vistmenn greiða það sem á vantar til þess að reksturinn standi undir sér. Svo einfalt er það. Íhaldinu finnst þægilegra að láta einkaaðila rukka slík aukagjöld heldur en að láta borgina gera það.Það má ræða um að spara og skera niður og hagræða í samvinnu við Grund og Sóltún, það er rætt um að spara en það er búið búið skera þennan rekstur inn að beini. Landspítalinn bauð út rekstur heilabilunardeildar spítalans á Landakoti. Grund bauð í og gat ekki rekið deildina fyrir sömu peninga og Landspítaalinn hafði gert. Grund fékk því hærri upphæð.Landspítalinn hefði alveg eins getað haldið þessum rekstri áfram og greitt meira fyrir hann. Eins verður þetta með .Droplaugarstaði. Þetta verður boðið út. Einkaaðilar bjóða hærri upphæð en það hefur kostað borgina að reka staðinn og borgin greiðir háu upphæðina með glöðu geðii,Síðan rukka einkaðilar einnig aukagjöld.Einkarekstur er trúaratriði hjá íhaldinu.Þetta er hreinn skrípaleikur.
Björgvin Guðmundsson
Áform um breyttan rekstur Droplaugarstaða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:50 | Facebook
Athugasemdir
Sammála, nema þetta er ekki skrípaleikur, heldur spilling.
Gullvagninn (IP-tala skráð) 25.6.2008 kl. 09:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.