Hvert verður framfærsluviðmið lífeyrisþega?

Eftir  6 daga á framfærsluviðmið félags-og tryggingamálaráuneytisins að birtast.Það kemur þá í ljós

hvað það ráðuneyti telur,að lífeyrisþegar þurfi sér til framfærslu.Einhleypir ellilífeyrisþegar,sem einungis hafa tekjur frá almannatryggingum hafa í dag 136 þús. kr.  fyrir skatta.Ég hefi ekki trú á því,,að sú upphæð hækki mikið við nýtt framfærsluviðmið.Ef til vill hækkar hún um 15-25 þús. kr. á mánuði,þannig ,að lífeyrir þessa hóps eldri borgara fari í 150-160  þús á mánuði fyrir skatta.Samtök eldri borgara fara fram á 226 þús. kr á mánuði.Það er sú upphæð sem  Hagstofan telur á grundvelli neyslurannsókna,að einhleypingar þurfi til þess að standa undir neysluútgjöldum.Það er án skatta.Með sköttum þurfa þessir einstaklingar rúm 300 þús.á mánuði.Samfylkingin taldi einnig fyrir síðustu kosningar,að einhleypir ellilífeyrisþegar án lífeyrissjóðs þyrftu 226 þús. á mánuði.Flokkurinn vildi koma því stefnumáli í framkvæmd í áföngum.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband