Eldri borgarar á hjúkrunarheimilum fá fjárhagslegt sjálfstæði

Á næstu misserum er ætlunin hjá félags- og tryggingamálaráðuneytinu að bæta úr aðstæðum aldraðra í ljósi stefnu ríkisstjórnarinnar. Meðal annars verður dagvistar-, hvíldar- og skammtímarýmum fjölgað. Nýjar áherslur verði teknar upp við uppbyggingu hjúkrunarheimila og endurbætur á eldra húsnæði.

Greiðsluþátttöku aldraðra í hjúkrunar- og dvalarrýmum verði breytt þannig að aldraðir haldi fjárhagslegu sjálfstæði og greiðslur vasapeninga lagðar af. Hjúkrunarrýmum verði fjölgað til að mæta þörf. Fjölbýlum á hjúkrunarheimilum verði útrýmt að mestu leyti, að því er segir á vef ráðuneytisins. Frá áramótum hefur félags- og tryggingamálaráðherra farið með yfirstjórn öldrunarmála. Í því felst að annast stefnumótun og áætlanagerð fyrir landið í heild og beita sér fyrir almennri umræðu og kynningu á stöðu og valkostum aldraðra. Stefnumótun liggur nú fyrir.(mbl.is)

Fagna ber því,að fjölbýlum á hjúkrunarheimilum verði eytt að mestu.Einnig  er það mikið fagnaðarefni,að eldri borgarar á hjúkrunarheimilum fái fjárhagslegt sjálfstæði.Nauðsynlegt er einnig að stórfjölga hjúkrunarrýmum og eyða biðlistum.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband