Laugardagur, 28. júní 2008
Íbúðarlánasjóður verður að afnema ríkisábyrgðina?
Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur komist að þeirri bráðabirgðaniðurstöðu að starfsemi Íbúðalánasjóðs í núverandi mynd gangi gegn ríkisstyrkjareglum EES-samningsins. ESA mun halda rannsókn sinni áfram og m.a. kanna það sem kallast nýr ríkisstyrkur, eða stuðningur ríkis til Íbúðalánasjóðs í formi undanþágu frá greiðslu ríkisábyrgðargjalds sem hafi komið til eftir að EES-samningurinn tók gildi.
Í tilkynningu ESA kemur fram að stofnunin muni fella niður rannsókn sem hefur verið í gangi frá júní 2006 í kjölfar þess að EFTA-dómstóllinn ógilti fyrri úrskurð stofnunarinnar, og halda rannsókn sinni áfram undir nýjum formerkjum. ESA mun nú rannsaka þá þætti sem voru til skoðunar sem eldri ríkisstyrk, þ.e. ríkisstyrk sem hafi komið til áður en EES-samningurinn tók gildi. Jafnframt kemur fram að ESA hafa ákveðið að opna rannsókn á því sem kallast nýr ríkisstyrkur, þ.e. stuðningur ríkis til Íbúðalánasjóðs í formi undanþágu frá greiðslu ríkisábyrgðargjalds sem hafi komið til eftir að EES-samningurinn tók gildi.
Þessi bráðabirgðaniðurstaða ESA kemur ekki á óvart.Búist var við henni.Ef til vill fæst undanþága frá því,að hafa íbúðalánin án ríkisábyrgðar. En ef ekki verður að fella ríkisábyrgðina niður og reka íbúðarlánasjóð án hennar.
Gengur gegn ríkisstyrkjareglum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ísland verður að segja sig úr EES?
Baldvin Nielsen, Reykjanesbæ
P.S. Jón Baldvin sagði að Íslendingar hafi fengið allt fyrir ekkert þegar hann var búinn að skrifa undir þennan EES samning. Það hefði nú verið gaman að fá nánari útskýringar á því í dag hvert hann var að fara þegar hann sagði þetta í den.
B.N. (IP-tala skráð) 28.6.2008 kl. 02:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.