Kjör aldraðra á vinnumarkaði bætt. Óvissa með hina

Hinn 1.júlí tekur gildi  nýtt frítekjumark vegna atvinnutekna eldri borgara,67-70 ára.Þeir mega þá vinna fyrir 100 þús. kr. á mánuði án þess að að það skerði tryggingabætur þeirra. Þeir,sem eru orðnir 70 ára, mega hins vegar vinna ótakmarkað án skerðingar tryggingabóta.Þetta er mismunun og sennilega brot á stjórnarskránni.Kjör þeirra  eldri borgara,sem eru á vinnumarkaði munu batna. En hvað með hina,sem ekki eru  á vinnumarkaði og þurfa enn frekar á kjarabótum að haldal.Meiri   óvissa  ríkir um kjör þeirra.Það eina,  sem er fast í hendi í því efni er samþykkt landsfundar Sjálfstæðisflokksins um 25 þús. kr. til þeirra  eldri borgara sem ekki eru í lífeyrissjóði. Þær 25 þús. kr. verða 8 þús. þegar skattar og skerrðingar hafa  farið höndum um þær.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband