Mánudagur, 30. júní 2008
Samið við BHM um 6% kauphækkun
Samkomulag hefur náðst milli fulltrúa 23ja stéttarfélaga háskólamanna og fjármálaráðuneytisins um framlengingu á kjarasamningum aðila til loka mars 2009. Kjarasamningurinn er undirritaður með fyrirvara um samþykki félagsmanna stéttarfélaganna.
Laun félagsmanna þeirra stéttarfélaga sem undirrituðu samninginn hækka um rúm 6% að meðaltali frá 1. júní. Að auki felur samningurinn í sér endurskoðun á starfsmenntunarmálum háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna.
Guðlaug Kristjánsdóttir, formaður BHM, segir í tilkynningu samningsmarkmið hópsins hafa náðst að hluta til. Með þessum samningi eru háskólamenn að taka á sig kjaraskerðingu þar sem hækkun launa er engan veginn næg til að vega upp á móti verðbólguspá næstu mánaða. Við völdum skásta kostinn í þeirri þröngu stöðu sem um var að ræða. En samningstíminn er stuttur og við setjumst aftur að samningaborði næsta vor.(mbl.is)
Það er gott,að samningar hafi tekist við BHM enda þótt þeir séu ef til ekki eins góðir og ráðamenn BHM gerðu sér vonir um.
Björgvin Guðmundsson
Samið til loka mars 2009 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.