Dregur úr vöruskiptahalla í mai

Í maímánuði voru fluttar út vörur fyrir 39,3 milljarða króna og inn fyrir tæpa 39,9 milljarða króna fob (43,8 milljarða króna cif). Vöruskiptin í maí, reiknuð á fob verðmæti, voru því óhagstæð um hálfan milljarð króna. Í maí 2007 voru vöruskiptin óhagstæð um 12,6 milljarða króna á sama gengi.

Fyrstu fimm mánuðina 2008 voru fluttar út vörur fyrir 150,8 milljarða króna en inn fyrir 182,8 milljarða króna fob (199,6 milljarða króna cif). Halli var á vöruskiptunum við útlönd, reiknað á fob verðmæti, sem nam 32 milljörðum en á sama tíma árið áður voru þau óhagstæð um 37,3 milljarða á sama gengi¹. Vöruskiptajöfnuðurinn var því 5,3 milljörðum króna hagstæðari en á sama tíma árið áður, að því er fram kemur á vef Hagstofu Íslands.

Fyrstu fimm mánuði ársins 2008 var verðmæti vöruútflutnings 2,2 milljörðum eða 1,5% meira á föstu gengi en á sama tíma árið áður. Útfluttar iðnaðarvörur voru 51,4% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 34,3% meira en árið áður. Sjávarafurðir voru 42,2% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 3,7% minna en á sama tíma árið áður.  Mestur samdráttur varð í útflutningi skipa og flugvéla og sjávarafurða, aðallega frystra flaka, en á móti kom aukning í útflutningi á áli.



fimm mánuði ársins 2008 var verðmæti vöruinnflutnings 3,1 milljarði eða 1,7% minna á föstu gengi en á sama tíma árið áður. Mestur samdráttur varð í innflutningi á flugvélum og fjárfestingarvöru en Fyrstu á móti kom aukning í innflutningi á hrá- og rekstrarvörum og eldsneyti og smurolíum.(mbl.is)

Þessar tölur leiða í ljós,að byrjað er að draga úr eyðslunni og farið að draga úr vöruskiptahallanum. Reikna má með að þessi þróun haldi áfram.

 

Björgvin Guðmundsson

Fara til baka 


mbl.is Dregur úr vöruskiptahalla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband