Mikill halli á einkahlutafélagi RUV

Stöðugildum Ríkisútvarpsins verður fækkað um 20 sökum halla á rekstri félagsins. Þetta kemur fram á heimasíðu RÚV.

Þar segir að Páll Magnússon útvarpsstjóri hafi skýrt frá þessu á starfsmannafundi í dag. Páll sagði að stjórnvöld hafi ekki staðið við þjónustusamning sem gerður var þegar Ríkisútvarpið var gert að opinberu hlutafélagi. Í samningnum segir að ríkið eigi að sjá til þess að framlag til Ríkisútvarpsins sé ekki minna en árið 2006.

Frá og með 1. ágúst munu afnotagjöldin hækka um 5 % en Páll segir þá hækkun gera lítið til að draga úr hallanum sem nemi um 460 milljónum króna. Til þess þyrftu afnotagjöldin að hækka um 20%.

Með því að fækka um 20 stöðugildi ásamt fleiri aðgerðum er ráðgert að spara rúmar 180 milljónir króna.

Þessi mikli hallaresktur á RUV leiðir í ljós,að reksturinn eftir að RUV var breytt í einkahlutafélag  hefur ekki gengið eins og vonir s´stóðu til.Hafi menn haldið,að reksturinn mundi batna við að breyta í EHF þá hefur það brugðist.

 

Björgvin Guðmundsson


mbl.is RÚV fækkar stöðugildum um 20
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband