Breti spáir stjórnarslitum á Íslandi!

Robert Wade, prófessor við London School of Economics, segir í grein sem birtist í Financial Times í  að sterkur orðrómur sé um að Samfylkingin muni slíta samstarfi sínu við Sjálfstæðisflokkinn og knýja fram kosningar.

Í tilefni af þessum ummælum segir Guðmundur Magnússin á bloggsíðu sinni:

 

Ég heyrði í innvígðum Samfylkingarmanni í gær. Hann segir að mikill ókyrrð sé í flokknum og hún nái inn í þingmanna- og ráðherraliðið. Spjótin standi á Geir Haarde forsætisráðherra sem Samfylkingunni finnist að sé ekki nógu röskur í að hjálpa viðskiptalífinu. En allt stoppi hjá Ingibjörgu Sólrúnu. Það sé hún sem annist samskiptin við forsætisráðherra og sjálfstæðismenn. Enginn viti hvað hún sé að hugsa.

Ég gef ekki mikið fyrir þessar vangaveltur. En ef Samfylkingin efnir ekki kosningaloforð sín getur allt gerst. Kjósendur  flokksins munu ekjki sætta sig við það,að  Samfylkingin láti Sjálfstæðisflokkinn hundsa mikilvæg kosningaloforð eins og í málefnum aldraðra og öryrkja.

 

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband