Lífeyrir aldraðra enn 93,74% af lágmarkslaunum!

Lífeyrir aldraðra er enn 93,74% af lágmarkslaunum en var 100% sl. ár.Kjör lífeyrisþega hafa rýrnað frá í fyrra en áttu að batna samkvæmt loforðum stjórnarflokkanna.Hér munar mestu ,að aldraðir fengu ekki jafnmikla hækkun og láglaunafólk.Félagsmálaráðherra  sagði,að 1,júlí mundi verða tilbúið nýtt framfærsluviðmið fyrir lífeyrisþega og gaf í skyn að um leið yrði gerð leiðrétting á kjörum aldraðra  og öryrkja. En nú er kominn 4.júlí og ekkert bólar á neinni leiðréttingu. Lausnin er sennilega sú að senda alla út á vinnumarkaðinn,sjúka jafnt sem heila og segja þeim að fara að vinna hvort sem þeir geta það eða ekki. Það eru enn sem komið er engar kjarabætur fyrir aðra en  þá,sem eru á vinnumarkaðnum.Stjórnvöld virðast ekki telja nóg,að  fólk vinni fram að ellilífeyrisaldri. Það á að pína þá til þess að vinna lengur!

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband