Verð fyrir símaþjónustu hækkar og hækkaer

Verðþróun í símaþjónustu á Íslandi hefur verið óhagstæð á síðustu árum miðað við samanburðarlönd. Þetta kemur fram í ársskýrslu Póst- og fjarskiptastofnunar sem kom út í vikunni.

„Áður var verðlagið á þessari þjónustu hér með því lægsta sem fannst innan OECD en við föllum sífellt niður listann. Fyrir fimm árum var fyrirframgreidd GSM-símaþjónusta næstódýrust hér á landi en er nú komin niður í tíunda sæti," segir Óskar Þórðarson, forstöðumaður greiningardeildar stofnunarinnar. „Svipaða þróun má sjá á öðrum sviðum, ef undan er skilin þjónusta við heimasíma sem er ódýr hér. Líkleg skýring á þessari þróun er fákeppni á markaði," segir Óskar. „Þó er erfitt að slá því föstu þar sem margir þættir spila inn í svona samanburð, eins og til dæmis gengisþróun."

Fyrirtækjum í farsímaþjónustu við almenning hefur fækkað undanfarin ár, oft með sameiningum eða kaupum eins og til dæmis á Íslandssíma og Tali á sínum tíma.

Án efa hefur einkavæðingin i þessari grein þrýst verðinu upp. Landssími Íslands var sem ríkisfyrirtæki vel rekið fyrirtæki og afnotagjöld hófleg. En eftir að einkaaðilar eignuðust fyrirtækið fóru gjöldin að hækka. Gróðafíknin segir til sín.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband