Varðveitum náttúrufegurð neðri Þjórsár

Ég var á ferð við Miðhús við neðri Þjórsá um helgina  og virti fyrir mér náttúrufegurðina á þessum slóðum en hún er mjög mikil.Þjórsá er mjög falleg við  Árnes og þar er fallegur hólmi með miklu fuglalífi.Þarna er mikið af fallegum fellum og hnjúkum.Á þessum stað á ein virkjunin að koma,Hvamms-og holtavirkjun og mun hún spilla mjög náttúrufegurð svæðisins. Hólminn hverfur vegna þess að árrennslið minnkar svo mikið  og menn óttast,að laxveiðin  heyri sögunni til .  en hún er mjög góð þarna. Það verða því alger umskipti  á þessu svæði ef virkjað verður.Þarna er alger náttúruperla og mér finnst,að það eigi að hlífa henni. Það á að mínu mati að einbeita sér að gufuaflsvirkjunum. Við eigum nóg gufuafl í jörðu og þurfum ekki að eyðileggja okkar fallegustu náttúruperlur.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband