Mánudagur, 7. júlí 2008
Allsherjarnefnd og utanríkisráðuneyti fjalla um mál Ramses
Birgir leggur áherslu á að nefndin sé hvorki rannsóknar- eða úrskurðaraðili í málum sem þessum.
Ég hef tekið skýrt fram að allsherjarnefnd er ekki úrskurðaraðili í ágreiningsmálum einstaklinga sem koma upp vegna ákvarðana innan stjórnsýslunnar.
Ég hef hins vegar sagt að mér finnist að allsherjarnefnd geti komið saman til að fara almennt yfir þau lög og reglur sem gilda um þessi mál og hvernig Útlendingastofnun framkvæmir þær. Ég geri ráð fyrir að það verði reynt að koma saman fundi á næstu dögum, sagði Birgir.(mbl.is)
Það er ágætt að allherjarnefnd komi saman og ræði mál Paul Ramses enda þótt nefndin sé ekki úskurðaraðili í málinu. Þingmenn geta vissulega haft skoðun á mannréttindamálum og haft áhrif á þau. Guðrún Helgadóttir rifjaði upp nú,að hún hefði hótað að velta ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen vegna þess að Gervasoni var vísað úr landi. Gunnar Thoroddsen .þá forsætisráðherra ,lét málið til sín taka og stjórnin hélt velli.Fréttablaðið segir frá því í morgun,að mál Ramses sé komið á borð utanríkisráðherra og hafi ráðuneytið beðið sendiherra Íslands á Ítalíu að láta mákið til sín taka. Ég fagna því. Mál þetta er Íslandi til skammar.
Björgvin Guðmundsson
Munu ræða mál Ramses | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:03 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.