Samið við hjúkrunarfræðinga

Hjúkrunarfræðingar voru rétt í þessu að undirrita samninga við ríkið. Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, sagði í samtali við Mbl fyrir undirritun að þetta væri mikill léttir og að samningsaðilar væru báðir mjög ánægðir með að það hafi tekist að forða yfirvinnuverkfalli. 


 

„Þetta er búið að vera indælt stríð,“ sagði Elsa í samtalið við Morgunblaðið eftir undirritun samningsins.

Elsa sagði að þótt aðilar hefðu stundum verið missáttir við ýmis atriði hefði verið talað í gegnum þau og komist að samkomulagi sem báðir aðilar væru sáttir við.


 

„Við náðum okkar aðalmarkmiði sem var að hækka grunnlaunin. Þetta gerum við með verulegri hækkun dagvinnulauna,“ segir Elsa.

Aðalatriði samningsins eru að öðru leyti þau að yfirvinnuprósenta lækkar og einhverjar breytingar verða á vaktaskipulagi. Þá verða breytingar á réttindum hjúkrunarfræðinga 55 ára og eldri.


 

„Við teljum þetta vera ágætis samkomulag og núna hefjumst við handa við að kynna þetta fyrir okkar félagsmönnum. Ég á ekki von á öðru en að þetta verði samþykkt,“ sagði Elsa að endingu og fór að gæða sér á vöfflum með félögum sínum í samninganefndinni en að lokinni undirritun var öllum boðið í vöfflukaffi til að fagna árangrinum. Var þar glatt á hjalla.(mbl.is)

Ekki var upplýst í kvöld hve mikla kauphækkun hjúkrunrfræðingar fengu.En dagvinnulaunin hækka verulega. Það er ánægjuleg niðurstaða.

Björgvin Guðmundsson


mbl.is Hjúkrunarfræðingar semja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Endirinn á fréttinni fanst mér frekar einkennilegur.  Ég hef aldrei lesið fyrr í frétt frá undirritun samninga þar sem sérstaklega var tiltekið að formaður félags, sem á í viðræðum við samningsaðila, hafi farið að gæða sér á vöflum og kaffi með samninganefndinni, og eins og pistilritari tekur fram "var þar glatt á hjalla".

Er þetta sérstakt fréttaefni, eða er það vegna þess að um "kvenna stétt" er að ræða.  Svona myndi ekki hafa verið skrifað ef um "karla stétt" væri að ræða.

Guðrún Jónsdóttir,

Hjúkrunarfræðingur. 

Guðrún Jónsdóttir (IP-tala skráð) 10.7.2008 kl. 00:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband