Deila um fundargerðir við fyrrverandi forstjóra OR

Yfirlýsingar Guðmundar Þóroddssonar, fyrrverandi forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur, um þau gögn sem hann tók með sér er hann lét þar af störfum, stangast á ýmsan hátt á við upplýsingar heimildarmanna um hvaða gögn er að ræða.

Eftir því sem næst verður komist eru þetta ýmis fundargögn og eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær ná þau allt að tíu ár aftur í tímann. Staðhæft er að þ.á.m. séu frumrit af ýmsum gögnum sem séu óumdeilanlega í eigu fyrirtækisins, m.a. ýmsar viðskiptaupplýsingar sem lagðar hafa verið fram á stjórnarfundum OR.

.

Í yfirlýsingu sem Guðmundur sendi frá sér í gær segir hann að gögn þau sem farið sé fram á að verði skilað hafi verið geymd í skrifstofu hans frá upphafi. Þetta séu afrit af frumgögnum og innihaldi eintök hans af fundargögnum stjórnarfunda OR frá 1999 þar til hann fór í leyfi til að gegna starfi forstjóra REI sl. sumar.

Mér virðist þetta stormur í vatnsglasi.Auðvitað hefði Guðmundur getað tekið ljósrit af öllum fundargerðum og jafnvel öðrum fundargögnum.Það er nú orðið svo,að fundargerðir flestra opinberra stofnana eru opinberar og jafnvel birtar á netinu.Frétt útvarpsins um að Guðmundur hefði tekið einhver gögn ófrjálsri hendi er furðuleg,þar eð hvorki var haft samband við Guðmund né núverandi forstjóra OR um málið.

 

Björgvin Guðmundsson 

 


mbl.is Upplýsingar stangast á um eðli gagna um OR í vörslu Guðmundar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband