Ágreiningur í borgarstjórn um framtíð REI

Framtíð Reykjavík Energy Invest, útrásararms Orkuveitu Reykjavíkur, hefur verið á reiki frá ársbyrjun og samstöðuleysi ríkt meðal borgarstjórnarflokkanna um næsta skref í rekstrinum.

Um síðustu mánaðamót sögðu fjórir lykilstarfsmanna REI upp störfum og báru því við ekki væri vinnufriður til að sinna verkefnum vegna ósættis um framhald starfseminnar.

Minnihlutinn í borgarstjórn hefur þá stefnu að borgin eigi, með lágmarksáhættu, að nýta sér þau tækifæri sem OR býðst með REI til hagsbóta fyrir Reykvíkinga. Meirihlutinn í borgarstjórn hefur hinsvegar sagst vera á þeirri skoðun að stjórnmálamenn eigi ekki að standa í áhætturekstri með peninga skattgreiðenda í öðrum löndum og því eigi OR ekki að veita meira fé til útrásarverkefna REI heldur selja þau frá sér.

Á sama tíma berast þó þær fréttir að dótturfyrirtækið Envent hafi nýhlotið rannsóknar- og nytjaleyfi á Filippseyjum þar sem til stendur að reisa orkuver, en það mun krefjast viðbótarfjármagns. Því er ekki furða að margir spyrji sig hvort algjört stefnuleysi ríki um rekstur REI.

Að sögn Kjartans Magnússonar, stjórnarformanns REI, er nú verið að leita annarra leiða til að halda áfram útrásinni erlendis án þess að almannafé sé veitt í verkefni sem í eðli sínu séu áhættusöm.

„Okkar fjárhagslega skuldbinding á Filippseyjum kom til í september síðastliðnum og við getum ekki hlaupist undan henni, en þetta er ekki mjög há upphæð, um 800.000 dollarar. Sú vinna er að fara af stað núna og ef þetta verkefni gengur vel ættum við að hafa nægan tíma til að skoða hvernig við getum haldið því áfram með utanaðkomandi fjármagni“.(mbl.is)

Ljóst er,að mikill ágreiningur er á milli meirihluta  og minnihluta borgarstjórnar í málefnum REI. Meirihlutinn vill draga REI  út úr áhætturekstri en minnihlutinn vill halda þeim rekstri áfram en fara varlega.Menn eru þó sammmála um,að mikil tækifæri geti falist í orkuútrás fyrir Íslendinga.

Björgvin Guðmundsson

 


mbl.is Framtíð REI í biðstöðu fram á haust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þegar Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík ákvað að selja ríkissjóði um 45% í Landsvirkjun á fremur lágu verði, þá ætti sama stjórnmálaflokki að þykja 0.8 milljónir bandaríkjadala vera léttvæg fjárhæð. Ætli það sé ekki n.k. ígildi söluverðsins á eignarhlutinum?

Annars er einkennilegt hversu öll ákvarðanataka innan Sjálfstæðisflokksins gangi hægt um þessar mundir. Minnir að mörgu á eðlur miðalda. Ætli ekki aðskotadýr hafi ekki verið langt komið að eta halann á eðlunni þegar hún áttaði sig loks á að einhver hefði bitið hana í halann?

Mosi 

Guðjón Sigþór Jensson, 12.7.2008 kl. 15:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband