Sunnudagur, 13. júlí 2008
Verkalýðshreyfingin átti stærsta þáttinn í þjóðarsáttinni
Geir H. Haarde forsætisráðherra sagði við afhjúpun bautasteins í minningu Einars Odds Kristjánssonar alþingismanns á Flateyri í dag að Einar Oddur hafi átt stóran þátt í gerð Þjóðarsáttarsamningana en hann var formaður Vinnuveitendasambands Íslands þegar þeir samningar voru gerðir. Þetta kom fram í fréttum Útvarpsins í kvöld.
Geir sagði þjóðarsáttarsamningana hafa verið mjög merkilega. Þeir hafi lagt grunninn að margvíslegum umbótum og stuðlað að því að hægt var að halda verðbólgunni í skefjum í tuttugu ár.
Geir sagði okkur nú standa í þeim sömu sporum að þurfa að koma böndum á verðbólguna og að sennilega getum við lært eitthvað af þjóðarsáttarsamningunum. Aðstæður nú séu hins vegar mjög ólíkar því sem þá hafi verið, meðal annars séum við nú að takast á við miklar verðhækkanir á erlendum mörkuðum. (mbl.is)
Það er rétt,að Einar Oddur átti stóran þátt í þjóðarsáttinni á sínum tíma en aðrir sem áttu mikinn þátt í henni voru Steingrímur Hermannssson og Guðmundur J.Guðmundsson. Verkalýðshreyfingin átti stærsta þáttinn í þjóðarsáttinni með því að falla frá miklum grunnkaupshækkunum og leggja í staðinn meiri áherslu á að ná verðbólgunni niður. Verkalýðshreyfingin tók á sig miklar fórnir með því að fara þessa leið og henni finnst,að komið sé að henni að uppskera vegna þessara fórna.Þess vegna getur ekki orðið nein ný þjóðarsátt. Verkafólk á eftir að fá það sem það á inni vegna "fyrri" þjóðarsáttar.
Björgvin Guðmundsson
Geir: Getum lært af þjóðarsáttinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.