Mánudagur, 14. júlí 2008
Aldraðrir eiga að hafa í lífeyri 226 þús. á mánuði að lágmarki
Í dag birtist í Morgunblaðinu grein eftir Björgvin Guðmundsson um lífeyrismál aldraðra.Þar segir,að aldraðir einhleypingar eigi að hafa í lífeyri 226 þús kr. á mánuði að lágmarki. Það samsvarar meðaltals neysluútgjöldum á mánuði samkvæmt könnun Hagstofu Íslands frá des,sl.Samfylkinginnm setti fram þetta stefnumið fyrir síðustu þingkosningar og sagði,að hún vildi hækka lífeyrinn í þessa fjárhæð í áföngum. Ekkert bólar á framkvæmdinni eftir rúmt ár í ríkisstjórn.Það hefur ekkert miðað í áttinna. Það hefur miðað aftur á bak. Grein mín var rituð 1.júlí sl. Þá átti endurskoðunarnefnd almannatryggingalaga að skíla áliti um framfærsluviðmið,sem hugmyndin var sennilega að byggja lífeyri aldraðra og öryrkja á. En nú 14.júlí hefur þetta framfærsluviðmið enn ekki séð dagsins ljós.
Ég segi í grein minni: Ef framkvæmd þessa máls strandar á Sjálfstæðisflokknum á að segja kjósendum frá því. Og ef Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að hindra framkvæmd þessa eins mesta stefnumáls Samfylkingarinnar er best fyrir Samfylkingunni að slíta stjórnarsamstarfinu.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:45 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.